Hátíðarguðsþjónustur yfir jól og áramót eru eftirfarandi:

Aðfangadagur 24. desember
Jólin allstaðar, hátíðar barna- og fjölskyldustund kl. 16:00 

Jólaguðspjall sett upp og jólasálmar sungnir. Prestar eru Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir.
Messuþjónar eru Ólöf Sveinsdóttir og Jóhanna María Kristinsdóttir.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 18:00 
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.
Prestar eru Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir.
Messuþjónar eru Ólöf Sveinsdóttir og Kristinn Þór Jakobsson.

Nóttin var sú ágæt ein kl. 23:30
Miðnæturstund í kirkjunni.
Söngsveitin Kóngarnir syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.
Prestur er Erla Guðmundsdóttir.
Messuþjónar eru Linda Gunnarsdóttir og Marín Hrund Jónsdóttir.

Jóladagur 25. desember
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.
Prestur er sr. Eva Björk Valdimarsdóttir.
Messuþjónar eru Guðrún Hákonardóttir og Stefán Jónsson.

Helgistundir á stofnunum á Jóladag
Kl. 13       Helgistund á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Kl. 15       Nesvellir – hjúkrunarheimili
Kl. 15:30 Hlévangur – hjúkrunarheimili

Prestur við helgistundir er sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.

Gamlársdagur 31. desember
Hátíðarguðsþjónusta kl. 18:00.
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.
Prestur sr. Eva Björk Valdimarsdóttir.
Messuþjónn er Helga Jakobsdóttir.

Nýársdagur 1. janúar
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.
Prestur er sr. Erla Guðmundsdóttir. Kjartan Már Kjartansson flytur hátíðarræðu.
Messuþjónar eru Ólöf Sveinsdóttir og Kristinn Þór Jakobsson.

 

Útvarpað verður frá Keflavíkurkirkju á Hljóðbylgjunni fm 101.2