Sunnudaginn 12. október kl. 11:00 fáum við góða gesti í kirkjuna okkar. Harmónikkufélag Suðurnesja leikur þar undir í guðsþjónustunni og má því gera ráð fyrir hressilegum polkatakti við sálmasönginn. Ekki er það nú leiðinlegt! Barnastarfið er á sínum stað í umsjón sr. Erlu, Systu, Önnu Huldu og Esther. Messuþjónar lesa texta og okkar frábæru súpuþjónar bjóða til veislu. Ekki á hverjum sunnudegi sem maður er með 150 manns í mat! Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.