Hafdís og Klemmi eru börnum velkunnug sem vinirnir úr þáttaseríunum Daginn í dag.

Þau koma til okkar í Keflavíkurkirkju í eigin persónu, sunnudaginn 24. apríl kl. 11.

Þar koma þau fram í leiksýningunni Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins. Sýningin, sem miðlar kristlegum boðskap, fjallar um ævintýri vinanna tveggja sem finna dularfullt tæki uppiá háalofti heima hjá ömmu Hafdísar.

Umfjöllunarefnið er hæfileikar. Allir hafa ólíka hæfileika og maður getur nýtt hæfileika sína til góðs. Mikið er gert upp úr þátttöku barnanna í áhorfendasal.

Sýningin er styrkt af Kjalarnessprófastsdæmi. Enginn aðgangseyrir.

Allir velkomnir.