Í guðspjalli sunnudagsins 4. Febrúar sem er úr Lúkasarguðspjalli heyrum við af sáðningu sáðmannsins og hvernig sumt fellur í góðan jarðveg og vex og dafnar, á meðan annað fellur í verri jarðveg, og skrælnar og deyr. Að venju verður guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.11 í Keflavíkurkirkju, sr.Fritz Már þjónar ásamt messuþjónunum Þóreyju og Helgu. Systa og hennar frábæra fólk sér um sunnudagaskólann. Njótum samverunnar með söng og gleði. Strax eftir guðsþjónustu verður súpusamfélag í kirkjulundi þar sem sóknarnefnd og foreldrar fermingarbarna bjóða upp á góða súpu. Jón “okkar” Ísleifsson kemur með brauð handa okkur sem Sigurjónsbakarí gefur að venju.