keflavikurkirkja_vigsla_011212Síðasta sunnudag var fjöldi gesta í kirkjunni. Nýir súpuþjónar sáu mannskapnum fyrir veitingum og báru á borð grænmeti úr kirkjukálgarðinum. Vætnanlega verður fjölmenni einnig á sunnudaginn kemur. Guðsþjónusta og barnastarf í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 21. september kl. 11:00. Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið og leiðir hóp messuþjóna. Sr. Erla Guðmundsdóttir, Systa, Esther og Anna Hulda stýra barnastarfi. Sjálfboðaliðar bera fram súpu að messu lokinni. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason.