Sunnudaginn 8. febrúar kl. 11:00 er guðsþjónusta og barnastarf í Keflavíkurkirkju. Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið og leiðir sönginn með félögum úr Kór Keflavíkurkirkju. Sr. Erla Guðmundsdóttir, Systa Act, Anna Hulda og Esther stýra barnastarfinu. Messuþjónar lesa og sjálfboðaliðar bera fram sunnudagskrás að messu lokinni. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason, nýkominn frá Austurlöndum Fjær og segir örugglega ferðasögur!