Sunnudaginn 1. febrúar kl. 11:00 er guðsþjónusta og barnastarf í Keflavíkurkirkju. Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið og félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða sönginn. Baranstarfið er í öruggum höndum sr. Erlu Guðmundsdóttur, Systu, Estherarar og Önnu Huldu. Messuþjónar lesa texta og sjálfboðaliðar bera fram veitingar að athöfn lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.