Á sunnudagskvöld 27.maí, verður létt kvöldguðsþjónusta í Keflavíkurkirkju kl.20. Vox Felix mun sjá um tónlistina undir styrkri stjórn Arnórs organista. Sr.Fritz Már leiðir stundina og gestaprestur verður sr.Díana Ósk Óskarsdóttir. Við hlökkum til að sjá ykkur öll.