Sunnudaginn 19. nóvember
Guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju kl.11. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum. Arnór og kór Keflavíkurkirkju leiða okkur í söng. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og eftir stundina fáum við dásemdarsúpu í boði sóknarnefndar og fermingarforeldra. Jón okkar Ísleifsson færir okkur brauð sem Sigurjónsbakarí gefur að venju. Um kvöldið kl.20.00 verður allra heilagra messa í Keflavíkurkirkju í samstarfi við hjúkrunarfræðinga á HSS. Sr. Erla Guðmundsdóttir og Sr. Fritz Már Jörgensson þjóna fyrir altari. Við minnumst þeirra sem látist hafa á árinu með tónlist, Guðs orði og góðri samveru. Veitingar eftir stundina í safnaðarheimili.