PinocchioLygin verður til umfjöllunar í predikun sunnudagsins. Er alvarlegt í augum Guðs að ljúga? Alltaf eða stundum? Jesús skammar gyðinga í guðspjalli dagsins vegna þess að þeir sjá ekki sannleikann og sjálfa sig.

Guðsþjónustan hefst klukkan 11 og messuþjónar taka á móti gestum og lesa ritningartexta. Kór Keflavíkurkirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað með Systu, Jóni Árna, Unni og Helgu. Boðið verður upp á súpu og brauð í Kirkjulundi að lokinni. Verið hjartanlega velkomin!