Er Jesús að tala fyrir kapítalisma í guðspjalli sunnudagsins? Það er textinn um talenturnar, Mattheus 25.14-30. Presturinn er að velta þessu fyrir sér. Er predikun næsta sunnudags einfaldlega, hver er sinnar gæfu smiður?

Guðsþjónustan hefst klukkan 11 og messuþjónar taka á móti gestum og lesa ritningartexta. Kór Keflavíkurkirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað með Systu, Jóni Árna og Helgu. Boðið verður upp á súpu og brauð í Kirkjulundi að lokinni guðsþjónustu.