Bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni að bjóða hádegisfyrirlestra í Keflavíkurkirkju á miðvikudögum. Að vanda er kyrrðarstund kl. 12 og í framhaldi nýtur fólk góðra veitinga í Kirkjulundi. Miðvikudaginn 8. október fáum við góðan gest, Guðni Kjartansson þjálfari og íþróttagoðsögn ætlar að segja frá gildi hreyfingar á efri árum og rifja upp góðar sögur frá gullaldarárum Keflavíkurliðsins. Gæðakonur ætla að sjá um veitingarnar og er öruggt að þær verða ekki af verri endanum! Allir eru velkomnir.