Í kvöld klukkan 20:00, sunnudaginn 14.júní verður „Göngumessa um gamla bæinn“.  Lagt verður af stað frá Keflavíkurkirkju í fylgd fróðra manna og kvenna sem segja okkur sagnir og sögur frá byggingum og fólki.  Sungnir verða sálmar á götuhornum.  Allir velkomnir.

Sóknarprestur býður í messukaffi að heimili sínu að Brunnstíg eftir messu.