Á langtímaspá lofar himinn góðu sunnudagskvöldið 9. júlí kl. 20 er við höldum í árlega göngumessu um gamla bæinn í Keflavík.
Helgi Valdimar Biering leiðir okkur í fróðleik á milli sögureita á elsta svæði Keflavíkur. Gengið verður frá kirkjutröppum.
Arnór organisti kallar okkur í söng við ukulelespil. Sr. Erla biður bænir og blessar undir berum himni.
Að lokinni göngu sameinumst við í kvöldkaffi í garði sóknarprestsins á Brunnstíg.
Verið velkomin í hreyfanlega helgistund og saman myndum við gott samfélg í Jesú nafni.