Sunnudagskvöldið 13. júní kl. 20 munum við ganga í umhverfi Keflavíkurkirkju.
Kórfélagar, við undirspil Arnórs organista á ukulele, leiða söng. Sr. Erla fer með orð og bæn. Endað verður í bakgarði sóknarprests á Brunnstíg í kaffisopa og heimabökuðu. Hlökkum til samverustundar með ykkur á sumarkvöldi.