Verið velkomin í gítarmessu í Keflavíkurkirkju. Sigurgeir Sigmundsson einn okkar allra besti gítarleikari mun koma og þenja rafgítarinn í messunni í frábæru samstarfi við Arnór Vilbergssoon. Við syngjum ekkert á sunnudag en njótum magnaðrar tónlistar í kirkjunni. Sr.Fritz Már Þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma undir styrkri leiðsögn Systu og Helgu. Súpusamvera í Kirkjulundi eftir stundina. Hlökkum til að sjá ykkur.