Sunnudagurinn 10. mars í Keflavíkurkirkju beinir sjónum sínum að börnum, unglingum og umhverfinu
Kl. 11 – Barna- og fjölskyldumessa. Barnakór Keflavíkurkirkju kemur fram í söng undir stjórn Arnórs organista og Freydísar Kneifar Kolbeinsdóttur. Súpa og brauð í boði eftir messu. Frjáls framlög í baukinn renna til verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Sr. Fritz Már og sr. Erla leiða messuna með þátttöku Systu og Helgu.
Kl. 16 – Æskulýðsmessa. Ungmennakórinn Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs organista. Fermingarbörn lesa texta og flytja bænir sem leggja áherslu á umhverfisvitund. Að lokinni messu bjóða fermingarbörn uppá kaffihús í Kirkjulundi. Kaffi, kakó og heimabakað á 500 kr. Ágóði rennur í verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Sr. Fritz Már og sr. Erla leiða messuna.