Í tilefni alþjóðlegs dags sjálfsvígsforvarna, fimmtudaginn 10. september, verður kyrrðarstund í Keflavíkurkirkju kl. 20:00.

Kyrrðarstundin er í höndum prestanna Elínborgar Gísladóttur, Erlu Guðmundsdóttur og Sigurðar Grétars Sigurðarsonar sem leiða í bæn og flytja hugvekju.
Þorvarður Guðmundsson, aðstandandi segir frá reynslu sinni.

Stundin er öllum opin. Það hefur reynst vel að koma saman og hlusta á hvernig aðrir í sömu sporum hafa unnið sig í gegnum sorgina.

Að lokinni kyrrðarstund gefst fólki tækifæri til eiga samfélag yfir kaffibolla.