Að venju verður líf og fjör í kirkjunni á sunnudag. Við fáum til okkar góðan gest úr nágrannaprestakalli sr.Sigurð Grétar vin okkar sem mun þjóna með sr.Fritz Má. Sr.Sigurður Grétar fær uppfylltan drauminn sinn um að tóna heila messu í kirkjunni ásamt Arnóri og kór Keflavíkurkirkju. Garðar Guðmundsson verður messuþjónn og að sjálfsögðu verða Systa og hennar frábæra fólk í sunnudagaskólanum sem hefst að venju á sama tíma. Að messu lokinni bjóða sóknarnefnd og fermingarforeldrar okkur upp á súpu og brauð í Kirkjulundi, hlökkum til að sjá ykkur sem flest.