Nóg er um að vera í Keflavíkurkirkju, fyrsta sunnudag í aðventu.

Kl. 11:00 er guðsþjónusta í kirkjunni. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða sönginn undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Barnastarfið er á sínum stað undir stjórn sr. Erlu Guðmundsdóttur, Systu, Esther og Önnu Huldu. Messuþjónar lesa texta og sjálfboðaliðar bera fram veitingar að messu lokinni. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason.

Kl. 13 er kveikt á aðventuljósum í Hólmsbergskirkjugarði og af því tilefni verður efnt til helgistundar.
kl. 1330 er sama dagskrá í gamla kirkjugarðinum við Aðalgötu. Sr. Sigfús B. Ingvason stýrir stundinni ásamt þeim Friðbirni og Jóni Ólsen.

Kl. 20:00 er aðventuhátíð með Eldeyjarkórnum, kór eldri borgara sem syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason.