Á sunnudaginn er fyrsti sunnudagur í aðventu, við byrjum kl.11 um morguninn með ljósamessu þar sem fermingarbörn ásamt barna og unglingakór kirkjunnar eru í aðalhlutverki og að sjálfsögðu kveikjum við á fyrsta aðventukertinu. Sr. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum og Arnór stjórnar tónlistinni af sinni alkunnu snilld. Eftir guðsþjónustu njótum við samfélags í Kirkjulundi og bjóða sóknarnefnd og foreldrar fermingarbarna upp á góða súpu og brauð frá Sigurjónsbakaríi. Um kvöldið kl.20 verður svo aðventukvöld í kirkjunni sem við köllum: Englakór frá himnahöll enda verður Eldeyjarkórinn þar í aðalhlutverki og munu þau syngja fyrir okkur hin af hjartans list og leiða okkur með fallegum tónum inn í aðventuna. Við hlökkum til að hitta ykkur sem flest.