Á fyrsta sunnudegi í aðventu 3. desember kl.11 verður ljósamessa í Keflavíkurkirkju. Sr. Fritz Már þjónar ásamt fermingarbörnum og messuþjónum. Arnór og kór Keflavíkurkirkju leiða okkur í söng. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og eftir stundina fáum við yndissúpu í boði sóknarnefndar og fermingarforeldra. Jón okkar Ísleifsson færir okkur brauð sem Sigurjónsbakarí gefur að venju.
Um kvöldið kl.20 verður aðventukvöld í kirkjunni undir nafninu Englakór frá himnahöll. Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum mun leyfa okkur að njóta yndislegrar stundar með sínum fallegasöng undir stjórn Arnórs. Díana Ósk Óskarsdóttir guðfræðingur flytur okkur hugleiðingu og sr. Fritz Már leiðir stundina.