800px-jesaja_michelangelo_2Léttmessa og sunnudagaskóli kl. 11:00 –  Félagar úr kór Keflavíkurkirkju leiða sálmasöng undir píanóleik Sævars Helga Jóhannssonar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Nemendur úr tónlistarskóla Reykjanesbæjar þau Ísak Þór Place, Lovísa Ýr Andradóttir, Lovísa Lóa Annelsdóttir og Inga Jódís Kristjánsdóttir leika á hljóðfæri. Boðið verður uppá súpu og brauð að lokinni messu.

Aðventuhátíð kl. 20:00 – Eldeyjarkórinn, kór eldri borgara flytur fallega jóla- og aðventutónlist. Ólafur Helgi Kjartansson flytur hugleiðingu. Prestarnir og organistarnir leiða dagskránna.