Sunnudagurinn 29. nóvember er fyrsti sunnudagur nýs kirkjuárs.

Þann dag kl. 11 er hefðbundin messa og sunnudagaskóli. Anna Hulda og Systa sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju leiða söng undir stjórn Arnórs organista. Ása Kristín og Dagfríður eru messuþjónar dagsins. Þá verður súpa og brauð í boði að lokinni stund en það eru súpuþjónar sem reiða fram máltíðina.

 

Um kvöldið, kl. 20 verður fyrsta aðventukvöldið í ár. Eldey, kór eldriborgara mun geisla af gleði við að syngja af krafti undir stjórn Arnórs organista. Ræðumaður kvöldsins er Kjartan Már Kjartansson.

 

Útvarpað verður frá stundunum á Hljóðbylgju Suðurnesja Fm 101.2