Verið velkomin í fjölskyldumessu á sunnudaginn klukkan 11. Það verður líf og fjör, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, Sigurbjört Kristjánsdóttir, Helga Sveinsdóttir, Jóhanna Kristinsdóttir, Rebbi og Vaka skjaldbaka taka vel á móti kirkjugestum. Skemmtileg samvera fyrir alla aldurshópa. Hver er mestur, er yfirskrift guðspjallstextans og við fræðumst og söfnum líka fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu en fermingarbörn kirkjunnar hafa verið að ganga í hús og safna. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Boðið verður upp á súpu og brauð eftir stundina í safnaðarheimili kirkjunnar.