Fjölskyldumessa og orgelkrakkavinnusmiðja og orgelspunasmiðja 9. október
Við byrjum sunnudaginn 9. október kl. 11 með fjölskyldumessu í kirkjunni. Það verða leikin eurovisionverk, leynigestir koma í heimsókn, skemmtileg saga verður sögð og sunnudagaskólasöngvar verða á sínum stað.
Sama dag bjóðum við uppá smiðjur sem byrja kl. 12:30 og 13:30.
Í orgelkrakkavinnusmiðju vinna börnin að því í Kirkjulundi að setja saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok stundar.
Orgelspunasmiðja er vinnusmiðja fyrir börn sem fá að semja tónlistarævintýri á orgel Keflavíkurkirkju.
Smiðjurnar henta stórum og smáum hvort sem þau kunna á hljóðfæri eða ekki.
Skráning í smiðjur með tölvupósti á netfangið orgelkrakkar@gmail.com. Smiðjurnar eru í höndum organistanna Guðnýjar Einarsdóttur og Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur
Ekkert gjald er fyrir þátttökur og öll börn eru velkomin.