Við byrjum febrúarmánuð með fjölskyldumessu 2. feb. kl. 11.
Regnbogaraddir Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Freydísar Kolbeinsdóttur og Arnórs Vilbergssonar. Jóhanna María, Helga og Ingi Þór leiða sunnudagaskólasöng, bænir og segja biblíusögu. Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir eru messuþjónar. Sr. Erla þjónar.
Að endingu verður boðið uppá súpu og Sigurjónsbrauð í Kirkjulundi.