Það er heilsusamlegt fyrir líkama og sál að syngja og streita minnkar þegar við hlustum og njótum.
Við bjóðum ykkur að syngja og njóta í fjölskyldumessu 6. október kl. 11 þegar sagan um Sakkeus verður sögð.
Barnakór Keflavíkurkirkju syngur við stjórn og undirleik Arnórs organista. Sunnudagaskólaleiðtogarnir Helga, Ingi Þór og Jóhanna leiða stundina ásamt sr. Erlu sem þjónar. Hjónin Jóhanna og Jóhann sinna messuþjónustu. Albert súpuþjónn og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð.