Með gleði bjóðum við til fjölskyldumessu sunnudaginn 6. febrúar kl. 11 í Keflavíkurkirkju. Grybos leikur á gítar, Helga og Marín leiða bæn og söng og sagan af Jóhannesi skírara verður sögð. Sr. Erla þjónar. Mikið hlökkum við til að sjá ykkur á ný.