Sunnudaginn 21.október kl.11, verður fjölskylduþjónusta í Keflavíkurkirkju, við verðum með fullt af skemmtilegu, sr.Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum og fermingarbörnum. Njótum saman skemmtilegrar stundar með söng og gleði. Að stundinni lokinni reiða foreldrar fermingarbarna fram dásemdarsúpu í kirkjulundi í boði sóknarnefndar. Jón okkar Ísleifsson kemur með brauð sem Sigurjónasbakarí gefur að venju. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.