Sunnudaginn 7. maí verða tvær fermingarathafnir í kirkjunni, kl. 11 og 14 og þá verða Holtaskólabörnin fermd af prestunum Erlu og Evu Björk. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista og messuþjónar verða Stefán Jónsson, Guðrún Hákonardóttir, Ólöf Sveinsdóttir og Kristinn Þór Jakobsson.