Jesus-vs-Superman 2,,Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól og klæði hans urðu björt eins og ljós” Segir meðal annars í guðspjalli næsta sunnudags. Við ætlum að velta fyrir okkur tengslum Jesú og fleiri ofurhetja.

Sunnudagaskólinn hefst aftur eftir jólafrí með pompi og prakt í umsjón Systu, Önnu Huldu og Esterar.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11, kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Messuþjónar taka á móti gestum og lesa texta, prestur er sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. Súpuþjónar reiða fram súpu og brauð að lokinni athöfn.

Útvarpað verður á FM 101.2 Hljóðbylgjan á Suðurnesjum