Sunnudaginn 24 mars klukkan 11 er englamessa í Keflavíkurkirkju. Kórinn okkar syngur Missa de Angelis eða englamessu undir styrkri stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar. Við munum ganga til altaris og eiga saman heilagt kvöldmáltíðarsakramenti í messunni. Jóhann Kristbergsson og Jóhanna Árnadóttir eru messuþjónar. Eftir stundina verður súpusamfélag í kirkjulundi þar sem verður boðið upp á súpu og brauð í umsjá Þórdísar og fermingarforeldra. Allir innilega velkomnir.