Á sunnudag kl.11 er Eide messa í Keflavíkurkirkju, Sindre Eide er norskur prestur, sem unnið hefur stórvirki í að kynna trúartónlist fjarlægra þjóða með ólíkum hryn og sveiflu og laga að lútersku helgihaldi. Kikjukórinn okkar og Arnór organisti munu leiða okkur í söng og tónlist eftir Eide. Sr.Fritz Már þjónar á ásamt messuþjónum. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir stjórn Systu og hennar fólks. Eftir stundina verður boðið upp á yndissúpu ásamt brauði sem Sigurjón bakari færir okkur. Allir innilega velkomnir.