Í guðspjalli komandi sunnudags er segir Jesús ,,Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að eilífu. Og brauðið er líkami minn sem ég gef heiminum til lífs.“ Þarna er Jesús að tala til lærisveina sinna og þeirra sem fylgdu honum á fyrstu öld okkar tímatals. Getur verið að hann sé líka að tala til okkar, getur verið að orð hans eigi erindi við fólk á okkar tímum?

Messa og sunnudagaskóli hefst að vanda klukkan 11 í kirkjunni. Messuþjónar taka á móti gestum og lesa ritningartexta. Kór Keflavíkurkirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað með Systu, Unni og Helgu. Eftir messuna verður borðsamfélag þar sem boðið verður upp á súpu og brauð í Kirkjulundi. Verið hjartanlega velkomin!

 

By |2017-03-24T14:02:59+00:0024. mars 2017 | 14:01|

Deildu þessari frétt!

Go to Top