Sunnudaginn 6. maí kl.11, verður fjölskylduguðsþjónusta í Keflavíkurkirkju, barnahátíð í Reykjanesbæ stendur sem hæst og í tilefni af því kemur Leikfélag Keflavíkur í heimsókn og færa okkur valda kafla úr Dýrunum í Hálsaskógi. Það er óþarfi að kynna Dýrin í Hálsaskógi en að sama skapi óhætt að fullyrða að flestir Íslendingar þekkja þá kumpána Mikka Ref og Lilla Klifurmús. Að stundinni lokinni ætlum við að grilla pylsur og njóta góðrar samverustundar.
Verið öll innilega velkomin.