Kæru vinir,

þar sem við getum ekki boðið ykkuir til kirkju um hátíðarnar munum senda ykkur guðsþjónustur á facebook, vef Víkurfrétta og í gegnum kapalkerfið með þeirri undantenkningu að kvöldmessan á aðfangadag verður send út á ríkissjónvarpinu:

Aðfangadagur kl.16 barnastund i Keflavíkurkirkju, barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnórs vilbergssonar og Freydísar Kneifar Kolbeinsdóttur, verðandi fermingarbörn lesa jólaguðspjall. Facebook, Víkurfréttir, Kapalkerfi.

Aðfangadagur kl.20.31 Helgistund á jólanótt með biskupi Íslands í Keflavíkurkirkju. Sent út á ríkissjónvarpinu.

Jóladagur kl.14 hátíðarguðsþjónusta í Keflavíkurkirkju kl.14. Séra Erla Guðmundsdóttir og Séra Fritz Már Jörgensson Þjóna fyrir altari. Kór Keflavíkur flytur tónlist undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista.

Nýjársdagur kl.14 hátíðarguðsþjónusta í Keflavíkurkirkju kl.14. Séra Erla Guðmundsdóttir og Séra Fritz Már Jörgensson þjóna fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju og Vox Felix syngja, Arnór Vilbergsson stjórnar og leikur á orgel og píanó. Ræðumaður dagsins er Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Kærleikskveðja með óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.