Dymbilvika og páskahátíð í Keflavíkurkirkju. 

Pálmasunnudagur fjölskyldumessa kl. 11. Regnbogaraddir syngja undir stjórn Arnórs organista, Elva er messuþjónn og sr. Helga þjónar.

Skírdagskvöld Taizemessa og altarisganga kl. 20. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Altarið verður afskrýtt af kórmeðlimum. Stefán og Guðrún eru messuþjónar og sr. Erla þjónar.

Föstudagurinn langi messa kl. 14. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Halldóra og Helgi eru messuþjónar og sr. Fritz þjónar.

Páskadagur hátíðarmessa og morgunverður kl. 9. Kór Keflavíkurkirkju syngur og Arnór organisti leiðir. Prestar eru sr. Erla og sr. Fritz Már.

Annar í páskum sunnudagaskóli og páskaeggjaleit kl. 11. Grybos, Bergrún og Helga leiða sunnudagaskólann með sögu, söng og brúðum. Í lokin verður farið í páskaeggjaleit. Hvejum alla til að leita með okkur!