Umhyggja, gleði og kraftur

Fermingarbörn ganga í hús og safna fyrir Hjálparstarfi kirkjunnar

Fermingarbörn í Keflavíkurkirkju munu ganga í hús 6. nóv. kl. 17:30-21:00 og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Þetta er árleg söfnun fermingarbarna Þjóðkirkjunnar. Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda.   Við hvetjum söfnuðinn til þess að taka vel á móti fermingarbörnum, sem hafa ávallt [...]

By |2024-11-05T17:13:08+00:005. nóvember 2024 | 17:13|

Þann 17. mars er sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldmessa kl. 20. Verið velkomin!

Verið velkomin í sunnudagaskóla kl. 11 og kvöldmessu kl. 20 á sunnudaginn þann 17. mars. Helga, Bergrún og Grybos leiða sunnudagaskólann af sinni alkunnu snilld. Um kvöldið mun sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjóna. Elva er messuþjónn og kórinn syngur undir stjórn Arnórs organista. Við hlökkum til að sjá ykkur.  

By |2024-03-12T13:08:20+00:0012. mars 2024 | 13:08|

Æðruleysismessa kl. 20 miðvikudaginn 6. mars

Verið hjartanlega velkomin í Æðruleysismessu á miðvikudagskvöldið þann 6. mars kl. 20. Steinunn Björg Ólafsdóttir færir okkur fallega tóna. Sr. Fritz Már leiðir stundina og félagi fræðir okkur um reynslu sína, styrk og vonir. Komum saman og njótum kyrrðar, tónlistar og góðrar stundar.

By |2024-03-04T09:18:07+00:004. mars 2024 | 09:18|

Sunnudagaskóli og kvöldmessa 3. mars

Sunnudaginn 3 mars kl. 11 Sunnudagaskóli með biblíusögu, bænum, brúðum og söng í umsjá Helgu, Bergrúnu og Grybosar Sunnudaginn 3. mars kl. 20 Kvöldmessa með söng kórfélaga, orgelleik Arnórs, messuþjónustu Elvu og sr. Erla þjónar. Hlökkum til að sjá ykkur.

By |2024-02-28T14:37:54+00:0028. febrúar 2024 | 14:29|

Sunnudagaskóla aflýst – acapella messa sunnudagskvöld 11. feb. kl. 20

Sunnudagaskóla er AFLÝST Leitt er að geta ekki tekið á móti smáfólkinu okkar í sunnudagaskólanum. Við vonum að geta bætt betur úr að viku liðinni. Sunnudagskvöld 11. febrúar kl. 20 Sr. Fritz tekur á móti  öllum sem vilja hlýja sér með söng og bænarorðum. Siggi Pálma og Ásgeir Páll syngja án hljóðfæra og rafmagns. [...]

By |2024-02-11T10:43:07+00:008. febrúar 2024 | 10:22|

Biblíudagur 4. febrúar – sunnudagaskóli og kvöldmessa

Sunnudagur 4. febrúar kl. 11 Sunnudagaskóli í umsjón Bergrúnar, Grybos og Systu. Biblíusaga, brúður, bænir og sunnudagaskólasöngur. Sunnudagskvöld 4. febrúar kl. 20 Biblíudagurinn - Kórfélagar syngja við orgelleik Arnórs organista. Messuþjónar eru Halldóra og Helgi. Sr. Erla þjónar

By |2024-01-31T16:21:45+00:0031. janúar 2024 | 16:21|

Sunnudagaskóli og kvöldmessa sunnudag 28. janúar

Sunnudagur 28. janúar kl. 11 Sunnudagaskóli með biblíusögu, bænum, brúðum og söng í umsjón Bergrúnar, Grybosar og Helgu.   Sunnudagskvöld 28. janúar kl. 20 Lopapeysumessa með söng kórfélaga, orgleleik Arnórs og messuþjónustu Helgu og Þóreyar. Sr. Fritz Már þjónar.

By |2024-01-24T21:44:22+00:0024. janúar 2024 | 21:44|
Go to Top