Sunnudagaskóli og messa 24. okt. kl. 11

Sunnudagurinn 24. október kl. 11 er messa í höndum sr. Erlu. Kórfélagar syngja við undrleik Arnórs organista. Halldóra Steina og Helgi Valdimar eru messuþjónar. Á sama tíma er sunnudagaskóli í umsjón Marínar, Alexanders og Helgu.

By |2021-10-19T09:45:40+00:0019. október 2021 | 09:21|

Hefðbundinn sunnudagur í Keflavíkurkirkju, 10. okt. kl. 11

Gleðilegt er að boða til hefðbundinnar messu sunnudaginn 10. október kl. 11. Kórfélagar syngja við undirleik Arnórs organista. Helga Bjarnardóttir er messuþjónn og sr. Erla þjónar. Sunnudagaskólabörn ganga inn í Kirkjulund eftir upphaf messunnar. Marín Hrund, Alexander og Helga leiða barnastarfið . Verið öll velkomin

By |2021-10-05T09:44:11+00:005. október 2021 | 09:44|

Hátíðarguðsþjónusta og vígsla orgels 3. október kl. 14

Sunnudaginn 3. október kl 14 er hátíðarguðsþjónusta í Keflavíkurkirkju. Þá verður orgeli formlega vígt af prestum kirkjunnar og prófasti Kjalarnessprófastdæmis. Kór Keflavíkurkirkju syngur og organistinn leikur af sinni færni á fallega hljóðfærið. Að lokinni stundu verður boðið uppá kaffi og veitingar. Verið öll velkomin að koma og taka þátt í gleðistund með okkur.    

By |2021-09-27T14:11:16+00:0027. september 2021 | 14:11|

Eidemessa sunnudagskvöldið 26. september kl. 20

Sunnudagskvöldið 26. september kl. 20 er Eide messa. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilberssonar, organista. Helga Jakbobsdóttir og Þórey Eyþórsdóttir eru messuþjónar. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Sunnudagaskólinn er í höndum leiðtoganna Marínar, Helgu og Alexanders og fer fram í kirkjunni kl. 11.

By |2021-09-20T10:01:13+00:0020. september 2021 | 10:00|

Kvöldstund í Keflavíkurkirkju í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforna

Samvera á Suðurnesjum í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna Kyrrðarstund í Keflavíkurkirkju sunnudagskvöldið 12. september kl. 20. Dagný Maggýjar segir frá reynslu sinni sem aðstandandi. Hún er höfundur bókarinnr Á heimsenda er segir frá sögu móður hennar sem lést í sjálfsvígi 2010. Sr. Erla Guðmundsdóttir leiðir stundinar og Arnór Vilbergsson organisti leikur undir söng hjá Kór Keflavíkurkirkju.

By |2021-09-06T12:12:58+00:006. september 2021 | 12:12|

Kvöldmessa 5. sept kl. 20 með fermingarbörnum

Sunnudagskvöldið 5. september kl. 20 verður lífleg og fjörug kvöldmessa. Arnór organisti stýrir köftugum söng Vox Felix. Prestarnir, Erla og Fritz Már, þjóna bæði við stundina. Við bjóðum sérstaklega fermingarbörn vetrarins og fjölskydur þeirra til kirkju. Verið öll velkomin.

By |2021-08-31T13:42:43+00:0031. ágúst 2021 | 10:36|

Kvöldmessa 22. ágúst kl. 20

Kórfélagar syngja á nýjum og hálfkláruðum kórpöllum á kirkjulofti í kvöldmessu sunnudaginn 22. ágúst kl. 20. Arnór organisti leikur á orgel og Sr. Fritz Már leiðir helgistundina. Verið velkomin í síðsumars kvöldkirkju

By |2021-08-17T15:56:09+00:0017. ágúst 2021 | 15:56|

Göngumessa sunnudagskvöldið 13. júní kl. 20

Sunnudagskvöldið 13. júní kl. 20 munum við ganga í umhverfi Keflavíkurkirkju. Kórfélagar, við undirspil Arnórs organista á ukulele, leiða söng. Sr. Erla fer með orð og bæn. Endað verður í bakgarði sóknarprests á Brunnstíg í kaffisopa og heimabökuðu. Hlökkum til samverustundar með ykkur á sumarkvöldi.      

By |2021-06-08T14:11:46+00:008. júní 2021 | 14:11|

Sjómannadagurinn í Reykjanesbæ 2021

Sjómannamessa verður í Bíósal Duus Safnahúsa á sjómannadaginn 6. júní kl. 11. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng við undirspil og stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar kynnir sýninguna Fast þeir sóttu sjóinn – Bátasafn Gríms Karlssonar. Í lok dagskrár verður lagður krans við minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu.

By |2021-06-03T08:25:33+00:003. júní 2021 | 08:25|

Hvítasunnudagur kl. 11

Hvítasunnudaginn 23. maí kl. 11 veð sex ungmenni fermd í Keflavíkurkirkju. Elmar Þór syngur við undirleik Arnórs organista. Sr. Erla og sr. Fritz þjóna. Verið öll velkomin

By |2021-05-20T10:37:33+00:0020. maí 2021 | 10:37|
Go to Top