Bænir

Home/Bænir

Sunnudagaskóli og hátíðaraðventukvöld 3. desember

Sunnudag 3. desember kl. 11 er sunnudagaskóli með biblíusögu, bænum, brúðum og söngvum undir leiðsögn Bergrúnar Daggar Bjarnadóttur, Alexanders Grybos og Helgu Sveinsdóttur. Sunnudagskvöld 3. desember kl. 20 er aðventukvöld með hátíðarblæ er Kór Keflavíkurkirkju syngur klassíska jólasálma og aðrar jólaperlur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Jónína Guðbjörg og Páll Reykdal eru messuþjónar. Sr. Erla [...]

By |2023-11-27T19:35:52+00:0027. nóvember 2023 | 19:34|

Sunnudagaskóli og messa 19. nóv. kl. 11

Sunnudaginn 19. nóv. kl. 11 mun dúettinn Heiður leiða söng ásamt kórfélögum. Jónína og Páll eru messuþjónar. Sr. Fritz Már þjónar. Sunnudagaskólinn með leiðtogum Bergrúnu, Grybos og Helga byrjar inn í kirkju og heldur svo á sinn stað í Kirkjulundi. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og brauð.  

By |2023-11-16T11:17:27+00:0016. nóvember 2023 | 11:17|

Sunnudagaskóli og messa á Kristniboðsdegi 12. nóv. kl. 11

Krisniboðsdagurinn í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 12. nóvember kl. 12 Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Elva Björk Sigurðardóttir er messuþjónn. Sr. Erla þjóna. Biblíusaga, bænir og brúður með góðum söng í sunnudagaskólanum í höndum Bergrúnar, Grybos og Helgu. Súpuþjónar og fermingarfjölskyldur reiða fram súpu og brauð í Kirkjulundi

By |2023-11-10T10:01:17+00:0010. nóvember 2023 | 10:00|

Söfnun fermingarbarna í Keflavík 8. nóvember kl. 17:30-21:00

Fermingarbörn í Keflavíkurkirkju munu ganga í hús 8. nóvember kl. 17:30-21:00 og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Þetta er árleg söfnun fermingarbarna Þjóðkirkjunnar. Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda.   Við hvetjum söfnuðinn til þess að taka vel á móti fermingarbörnum, sem hafa [...]

By |2023-11-06T13:05:32+00:006. nóvember 2023 | 13:05|

Fjölskyldumessa og allra heilagra messa 5. nóvember kl. 11 og 20

Sunnudag 5. nóv. kl. 11 er fjölskyldumessa. Regnbogaraddir syngja undir stjórn Freydísar Kneifar, kórstjóra, við undirleik Arnórs organista. Bergrún, Grybos og Helga leiða stundina ásamt sr. Erlu og sr. Fritz. Súpa og brauð í boði í Kirkjulundi. Sunnudagskvöld 5. nóv kl. 20 er allra heilagra messa haldin hátíðleg. Starfsfólk Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tekur þátt í messunni. Við [...]

By |2023-11-02T20:13:27+00:002. nóvember 2023 | 20:13|

Messa, sunnudagaskóli og einsöngur með orgelundirleik

Sunnudaginn 15. október kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Jónína Guðbjörg Jónsdóttir og Páll Reykdal eru messuþjónar. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Sunnudagaskóli á sama tíma undir leiðsögn Bergrúnar Daggar Bjarnadóttur, Alexanders Grybos og Helgu Sveinsdóttur. Súpa og brauð í boði í Kirkjulundi. Sunnudagskvöl 15. október kl. 20 Keflavíkurkirkja býður uppá tónleika [...]

By |2023-10-09T08:07:59+00:009. október 2023 | 08:07|

Messa og sunnudagaskóli 8. október kl. 11

Sunnudagur 8. október kl. 11 Sigurður Smári leiðir söng við gítarspil í sunnudagsmessu. Helgi Valdimar og Halldóra Steina eru messuþjónar. Sr. Erla þjónar. Á sama tíma er sunnudagaskóli í höndum Alexanders Grybos, Bergrúnar Daggar og Helgu. Boðið er upp á súpu og brauð í Kirkjulundi.

By |2023-10-03T21:35:17+00:003. október 2023 | 21:35|

Tólf sporin – andlegt ferðalag í Keflavíkurkirkju

Tólf sporin – andlegt ferðalag í Keflavíkurkirkju Kynningarfundur er mánudag 2. október kl. 19:30-21:30 í Kirkjulundi. Langar þig, eða þarftu, að taka til í lífi þínu? Þá eru Tólf sporin gott svar sem fullorðinsfræðsla er geymir innihaldsrík verkfæri. Fyrstu þrír fundir eru opnir, eftir það, 23. október, er unnið í lokuðum hópum. Starfið er þátttakendum [...]

By |2023-10-01T18:52:51+00:001. október 2023 | 18:52|

Göngumessa um gamla bæinn 9. júlí kl. 20

Á langtímaspá lofar himinn góðu sunnudagskvöldið 9. júlí kl. 20 er við höldum í árlega göngumessu um gamla bæinn í Keflavík. Helgi Valdimar Biering leiðir okkur í fróðleik á milli sögureita á elsta svæði Keflavíkur. Gengið verður frá kirkjutröppum. Arnór organisti kallar okkur í söng við ukulelespil. Sr. Erla biður bænir og blessar undir berum [...]

By |2023-07-03T12:57:41+00:003. júlí 2023 | 12:57|
Go to Top