Bænir

Home/Bænir

Messa og sunnudagaskóli 4. október kl. 11

Sunnudagur 4. október kl. 11 er messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Jóhanna María, Helga og Ingi Þór leiða sunnudagaskólann. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

By |2020-09-28T18:39:28+00:0028. september 2020 | 18:39|

Messa og sunnudagaskóli á ný

Sunnudaginn 20. september kl. 11 verður messa og sunnudagaskóli. Félagar úr Kór Keflavíkurkju syngja undir stjórn Arnórs organista. Jóhanna María, Ingi Þór og Helga leiða sunnudagaskólann. Sr. Erla þjónar.

By |2020-09-15T10:12:52+00:0015. september 2020 | 10:12|

Kvöldmessa 16. ágúst kl. 20

Sunnudagskvöldið 16. ágúst kl. 20 verður kvöldmessa í Keflavíkurkirkju. Páll Jóhannesson, kirkjukórsmeðlimur, syngur einsöng við undirleik Arnórs organista. Sr. Erla þjónar. Verið velkomin

By |2020-08-10T21:07:03+00:0010. ágúst 2020 | 21:07|

Vox Felix tónleikar í Keflavíkurkirkju 22. júlí kl. 20

Unglingakórinn FriFraVoce frá þýska sambandslandinu Rheinland Pfalz hefur dvalið á Íslands síðustu daga. Kórinn óskaði eftir samstarfi við íslenskan kór og hafði Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, milligöngu um að Vox Felix myndi vinna með kórnum. Þau sungu saman í Skálholti síðustu helgi og bjóða uppá tónleika miðvikudagskvöldið 22. júlí kl.20 í Keflavíkurkirkju.  Kórarnir munu syngja [...]

By |2020-07-21T09:54:50+00:0021. júlí 2020 | 09:54|

Fjölskyldumessa með Regnbogaröddum sunnudaginn 2. feb. kl. 11

Við byrjum febrúarmánuð með fjölskyldumessu 2. feb. kl. 11. Regnbogaraddir Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Freydísar Kolbeinsdóttur og Arnórs Vilbergssonar. Jóhanna María, Helga og Ingi Þór leiða sunnudagaskólasöng, bænir og segja biblíusögu. Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir eru messuþjónar. Sr. Erla þjónar. Að endingu verður boðið uppá súpu og Sigurjónsbrauð í Kirkjulundi.

By |2020-01-27T12:15:08+00:0027. janúar 2020 | 12:14|

Annar sunnudagur í aðventu

Sunnudagurinn 8. desember kl. 11 Árlega jólaball Keflavíkurkirkju hefst með kertatendringu, bæn og söng í kirkjunni. Því næst er haldið í Kirkjulund þar sem hljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leiðir söngva er dansað verður í kringum fagurskreytt jólatré. Heyrst hefur að skeggjaðir sveinar kíkja við og taka sporin. Kaffi og piparkökur í boði fyrir ykkur öll. Jóhanna [...]

By |2019-12-03T12:10:59+00:003. desember 2019 | 08:39|

Síðasti sunnudagur kirkjuársins

Á síðasta sunnudegi kirkjuársins býður Keflavíkurkirkja uppá Eide messu 24. nóvember kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar organista. Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir er messuþjónar. Sunnudagaskólinn er að vanda á sama tíma undir forystu Jóhönnu Maríu, Inga Þórs og Helgu. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónbrauð. Sr. Erla Guðmundsdóttir [...]

By |2019-11-18T22:06:05+00:0018. nóvember 2019 | 09:27|

Kristniboðsdagurinn 10. nóvember kl. 111

Á kristniboðsdegi í Keflavíkurkirkju verður boðið uppá kærleiksþjónustu í helgihaldi dagsins 10. nóvember kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Hjónin Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir eru messuþjónar. Sunnudagaskólinn, með söng, biblíusögu og bæn, er í höndum og hjarta Jóhönnu, Inga Þórs og Helgu. Ásmundur Friðriksson og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð [...]

By |2019-11-04T19:36:25+00:004. nóvember 2019 | 19:34|

Dagur heilbrigðisþjónustunnar 20. okótber kl. 11

Sunnudaginn 20. okt. kl. 11 helgum við guðsþjónustu dagsins heilbrigðisþjónustunni. Sjúkraúspresturinn, sr. Díana Ósk Óskarsdóttir, predikar. Sr. Erla þjónar. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Ólöf og Kistinn Þór eru messuþjónar. Unnur Ýr, Ingi Þór og Helga hafa umsjón með sunnudagaskóla á sama tíma. Þorbjörg Óskarsdóttir og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð. Hjartanlega [...]

By |2019-10-14T09:42:27+00:0014. október 2019 | 09:36|

Ljósahjálmamessa 15. sept. kl. 20

Eftir fjóra mánuði og 400 klukkustunda vinnu við hreinsun, pússun og endurgerð á þremur aldagömlum ljósahjálmum kirkjunnar lýsa þær eins og englar yfir kirkjugestum. Í þakkarskyni fyrir þá vinnu sem hefur verið lögð í og gefin bjóðum við þeim sem að verkinu komu, ásamt ykkur öllum, til kvöldmessu í Keflavíkurkirkju sunnudagskvöldið 15. september kl. 20 [...]

By |2019-09-15T13:17:18+00:0015. september 2019 | 13:17|
Go to Top