Aðventukvöld Keflavíkurkirkju, 6. desember kl. 20, verður helgað sorgaratburði sem markaði þorpsbúa fyrir 80 árum.

Á jólatrésskemmtun fyrir börn í félagsheimilinu Skildi 30. desember 1935 voru 180 börn og 20 fullorðinir að ganga kringum jólatré þegar kviknaði í silkipappír sem vafið hafði verið utan um jólatrésfótinn og varð strax mikið eldhaf. Tíu manns létust þar af 7 börn. Tugir særðust illa á líkama og allt þorpið átti sár í hjarta.

Kraftmikilir kórfélagar Kórs Keflavíkurkirkju hafa átt erfitt á kóræfingum síðustu vikur þá við að halda aftur tárum við að æfa átakanlegan texta sem sunginn var á nýju ári 1936 þegar börnin voru jarðsungin.

Dagný Gísadóttir gaf út bók 2010 um þennan atburð. Hún mun gefa okkur hugleiðingu orð sem tengjast vinnu og eftirfylgni bókarinnar.

Arnór organisti og kórfélagar munu leiða okkur að minnisvarða Skjaldar þar sem tíu ljós loga og við öll syngja Heims um ból í lokin. Komið því vel klædd.

Þetta er saga okkar fólks sem átti lífið í Keflvík á fyrri hluta síðustu aldar og átti svo ríkan þátt í því að dugmikið sjóþorp varð að myndugu bæjarfélagi.

Það er okkar að miðla sögu gömlu Keflavíkur til yngri kynslóða.

Á þessum árstíma eiga margir sorg og kvíða sem bærist í bjrósti. Þá er svo gott að ganga inn í kirkju, geyma amstrinu sem úti er og hvíla í söng og bæn.

Velkomin í Keflavíkurkirkju á öðrum sunnudegi í aðventu kl. 20 er við helgum stundina brunanum í Skildi.