Sunnudagur 18. mars kl. 11

Keflavíkurkirkja hefur verið upplýst bláum lit í marsmánuði. Sunnudagurinn 18. mars boðunardagur Maríu Guðsmóður og blái liturinn er einmitt hennar litur. Við komum saman og minnumst dagsins sem María fékk fregnirnar að hún myndi fæða í heiminn sjálfan frelsarann. Við veltum fyrir okkur hvernig vestræn menning hefur litið til Maríu og hvort sú mynd sé alltaf jákvæð. Sunnudagaskólinn er á sínum stað. Stefán og Guðrún sinna messuþjónustu. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista. sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Boðið verður uppá súpu og Sigurjónsbrauð að lokinni messu.