Sunnudaginn 26. október kl. 20:00 er bleik messa í Keflavíkurkirkju í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðurnesja. Guðmundur Björnsson segir frá starfseminni, Anna Lóa Ólafsdóttir og Sigríður Jóna Jónsdóttir lesa ritningartexta og ræðumaður verður Sigurbjört Kristjánsdóttir. Seríurnar sjá um söng og leik ásamt Arnóri Vilbergssyni sem er við hljóðfærið. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Tilefnið er vitaskuld bleikur októbermánuður þegar við beinum sjónum okkar að krabbameini hjá konum.