Í tilefni af bleikum október fáum við félaga frá Krabbameinsfélagi Suðurnesja til að koma til okkar í sunnudagsmessuna þann 22.október kl.11:00 og fræða okkur um starfsemi félagsins. Að guðsþjónustu lokinni býðst kirkjugestum að kaupa bleiku slaufuna ásamt öðrum vörum sem félagið selur til styrktar starfsemi sinni hér suður með sjó. Kórfélagar og organist munu að sjálfstögðu skríðast bleiku og syngja með okkur og fyrir okkur fallega vonartóna. Sr.Fritz Már þjónar fyrir altari og verður að sjálfsögðu með bleikan kollar. Að venju munu súpuþjónar og fermingarforeldrar bera fram dýrindis súpu eftir messuna ásamt brauði sem gefið er af Sigurjónsbakarí. Verið öll velkomin og óhrædd við að vera í fötum af hvaða lit sem er.