Keflavíkurkirkja hefur verið upplýst bláum lit í marsmánuði. Sunnudagurinn 2. apríl er boðunardagur Maríu Guðsmóður og blái liturinn er einmitt hennar litur.
Þann dag kl. 11 verður að venju messa. Organistinn ætlar að fanga 60 árum föður síns erlendis. Sólmundur Friðriksson mun spila og leiða söng með sinni ljúfu röddu. Sjálfur hefur hann samið sálm og hver veit nema sá verður sunginn. Sr. Erla mun fjalla um hina merku Maríu Guðmóður í predikun. Helga og Þórey eru messuþjónar. Systa, Helga og Jón Árni er sunnudagaskólafólkið okkar.
Jón okkar Ísleifsson sækir brauðið hjá Sigurjónabakarí sem gefur alltaf þetta bakaða. Fermingarforeldrar munu reiða fram súpu.
Verið öl velkomin