Kæru vinir á miðvikudaginn verður kyrrðarstund að venju í Kapellu vonarinnar, prestar og organisti leiða stundina, Steinn Erlingsson mun syngja fyrir okkur bæði í stundinni og eins í samverunni eftir hana þegar við fögnum 103 ára afmæli kirkjunnar okkar og kveðjum þorrann með bjúgnaveislu. Boðið verður upp á hrossabjúgu eins og fólk getur í sig látið og aldrei að vita nema eitt og eitt kindabjúga laumist á diskana.