Í lok Ljósanætur býður Keflavíkurkirkja til viðburðar sem einkennist af tónlist og skemmtun. Hljómsveitin Helter Skelter, skipuð úrvalstónlistarmönnum, kemur til okkar og flytur bítlalög. Lög eins og All you need is love, Let it be, Hey Jude, Here Comes the Sun og fleiri frábær lög Bítlanna frá Liverpool. Hver veit nema sérann segi eitthvað um texta laganna, það kemur í ljós. Við lofum frábærri kvöldstund. Verið öll hjartanlega velkomin að njóta.