Guðspjall Biblíudagsins, sem er sunnudagurinn 16. febrúar, fjallar um sáðmann og fræ… fræin eru orð Guðs og það er okkar að taka á móti þeim.
Að vanda er messa og sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11.
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Linda Gunnarsdóttir messuþjónnn mun taka á móti kirkjugestum og lesa ritningartexta. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.
Án ef verður stuð í sunnudagaskólanum í umsjón Jóhönnu Maríu, Inga Þórs og Helgu.
Súpuþjónarog fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð að lokinni athöfn.