Á sunnudaginn kemur er Biblíudagurinn, dagur sem sérstaklega er helgaður bókinni sem breytti heiminum.
 
Þá jafnframt er konudagurinn en af því tilefni mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum fermingarmamma hjá okkur, flytja hugleiðingu. Kórfélagar hafa valið að syngja sálma sem einungis er samdir af konum og syngja við undirleik Sævars Helga Jóhannssonar.
 
Eiginmaður sóknarprestsins ætlar að matreiða súpu og reiða fram við aðstoð fermingarforeldra en að vanda gefur Sigurjónsbakarí okkur brauðið.
 
Systa leiðir sunnudagaskólann ásamt Jóni Árna og Helgu.
 
Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar ásamt Guðrúnu Hákonardóttur og Stefáni Jónssyni, messuþjónum.